top of page

PISTILL DAGSINS

19/2 2019

Það segist eins og það er að þetta verkefni hjá unglingastiginu gengur mun betur en vonir stóðu til. Iðnaðarmenn væru full sæmdir af þessu verkefni, sem segir að það er mikið efni í þessum krökkum. Þau ráða flest vel við þetta tæknilega og ef þolinmæðin endist erum við í góðum málum. Hér til hliðar má sjá stöðu mála í skápnum þeirra.

Valhóp gengur vel að geirnegla.jpg

Í janúar 2019 byrjaði hópur nemenda á unglingastigi í smíðum. Gefið var út að verkefnin væru krefjandiog að ekkert yrði unnið með vðélum heldur eingöngu með handverkfærum. Það kom ánægjulega á óvart hversu margir sóttust eftir að sitja þetta námskeið sem á að standa til vors. Í hópnum eru 14 nemendur, sem er nánast tvöfaldur sá fjöldi sem gert er ráð fyrir að sé í stofunni. Fyrsta verkefni er að geirnegla saman opinn kassa með haldi, verkefni sem margir smiðir væru full sæmdir af. Það meiga þau eiga börnin að þetta gengur ævintýralega vel. Enn sem komið er hafa ekki verið gerð nein mistök sem ekki má auðveldlega laga, sem er miklu betra en eðlilegt. Allir virðast ánægðir og vinnusamir og vonandi verður það þannig áfram. 

 

 

23,08,2018

Nú er skólastarfið að hefjast. Eins og með okkur þessi fullorðnu, þá þurfa nemendur smá tíma til að komast almennilega í gang. Mikið er undir því komið að nemendur sýni áhuga og metnað í verkefnavali. það er skilyrði fyrir því að kennsla eigi sér sta'ð að einhver læri. Það er lítið mál að falla í skuggann ef metnaðinn vantar. Þeir sem hafa mestan áhuga taka auðveldlega athyglina frá kennaranum þó vandinn sé þekktur og stöðugt reynt að hafa varann á .

bottom of page